top of page
HRÍFANDI ÍSLENSK MATARHEFÐ
MATUR OG DRYKKUR er fjölskyldurekinn veitingastaður sem sérhæfir sig í klassískri íslenskri matargerð með nútímalegu ívafi.
Frá upphafi höfum við á MAT OG DRYKK lagt mikið uppúr því að nýta íslenska náttúru, hvort sem það eru villtar jurtir eða hráefni frá bæði landi og sjó, og leitað uppi gamlar íslenskar uppskriftir í bókum og handritum sem við notum á nýstárlegan hátt.
Allt á matseðlinum okkar er unnið á staðnum úr fyrsta flokks hráefni.
STAÐURINN
MATUR OG DRYKKUR er staðsettur í fyrrum saltfiskverkunarhúsi Alliance úti á Granda. Húsið var byggt 1924 í hefðbundum byggingarstíl þess tíma og notað sem saltfiskverkunarhús allt undir lok sjötta áratugarins. Þessi bygging er nú varðveitt sem sögulegar minjar.
bottom of page